Skemmtilega lágt verð á íslensku ævintýri
Langar þig að upplifa ævintýri? Leitaðu ekki langt yfir skammt því íslenskir ferðaþjónar bjóða ótrúlegt úrval upplifunar og skemmtunar með gæsahúð og flugur í maga í kaupbæti. Og nú býðst að njóta þess með Skemmtilegakortinu sem er nýtt fríðindakort sem ferðamenn geta nýtt sér við kaup á afþreyingarferðaþjónustu. Með það í vasanum gefst kostur á að taka þátt í og upplifa jöklagöngur, sjóstangaveiði, fjórhjólaferðir, kajakróðra, reiðtúra, hvalaskoðun, gönguferðir með leiðsögn, hellaskoðun o. fl. 27 ferðaþjónustuaðilar víðs vegar um landið hafa þegar gengið til samstarfs við Skemmtilegakortið og eru með í sumarbæklingi þess. Samstarfsaðilarnir eru allt ferðaþjónar sem veita góða og trausta þjónustu.
Skemmtilegakortið er til sölu hjá starfsstöðvum N1, hringinn í kringum landið, og kostar 6900kr. Afslátturinn sem það veitir felst í aðferðinni „tveir fyrir einn“ þ.e. að borga fullt gjald fyrir einn af tveimur gestum, ekkert fyrir hinn.
Það er öðruvísi en önnur afsláttarkort að því leyti að það veitir eingöngu afslátt af afþreyingu í ferðaþjónustu. Þannig er það sérhæft á einu sviði og sá sem hyggst leggja upp í ferðalagið getur notað það markvisst í ferðalagi sínu um ævintýralandið Ísland jafnt sumar sem vetur.
Nú er undirbúningur að vetrarbæklingi Skemmtilega kortsins að hefjast og því tækifæri afþreyingaraðila í ferðaþjónstu til að hafa samband og fá að vera með.
Eigendur og hugverkasmiðir Skemmtilegakortsins eru Guðrún Ólafsdóttir og Hlíf Ingibjörnsdóttir. Þær eru með skrifstofu hjá Nýsköpunarmiðstöð í Kveikjunni, Strandgötu 11, Hafnarfirði.
Allar nánari upplýsingar má finna inni á heimasíðu Skemmtilegakrotsins, www.skemmtilegakortid.is og á Facebook síðu þess eða í síma 859 3005.