Viðskipti

Skattafróðleikur KPMG á morgun
Fimmtudagur 11. febrúar 2016 kl. 14:55

Skattafróðleikur KPMG á morgun

Skattafróðleikur KPMG verður haldinn á morgun, föstudaginn 12. febrúar í Krossmóa 4. Í tilkynningu frá KPMG segir að á hverju ári séu gerðar fjölmargar breytingar á skattkerfinu og því skipti miklu máli fyrir alla sem koma að bókhaldi og/eða rekstri fyrirtækja að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig viðkomandi breytingar geti haft áhrif á reksturinn. Einnig voru gerðar nokkrar breytingar á skattlagningu einstaklinga sem munu hafa nokkur áhrif, sérstaklega á árinu 2017.
 
Á fundinum á morgun munu Halla Björg Evans og Sigrún Rósa Björnsdóttir kynna helstu lagabreytingar ársins, en einnig horfa til framtíðar og velta upp hugmyndum sem eru efstar á baugi úti í hinum stóra heimi þegar kemur að skattlagningu og þeim sjónarmiðum sem þar ráða för. Sjónarmið OECD um skattlagningu milli landa hafa haft mikil áhrif og fyrirsjáanlegt að þeirra muni gæta hér, ef þau hafa ekki þá þegar látið á sér kræla. Siðferðisleg sjónarmið og ímynd fyrirtækja spila sífellt stærra hlutverk þegar kemur að skattaskipulagningu og því áhugavert að skoða aðeins það sem framundan er. 
 
Í ársbyrjun tók gildi viðamikil breyting á lögum um virðisaukaskatt þegar stór hluti ferðaþjónustunnar varð virðisaukaskattsskyldur. Breytingin er í samræmi við markmið stjórnvalda um breikkun skattstofna þar sem sú starfsemi sem nú varð virðisaukaskattsskyld hafði verið utan kerfisins frá upptöku þess. Á síðustu dögum síðasta árs voru gerðar breytingar á bæði lögum um virðisaukaskatt og reglugerð um innskatt sem, sum með óvæntum hætti, hafa áhrif á upptöku virðisaukaskatts hjá ferðaþjónustufyrirtækjum.sjóndeildarhringsins á þessu sviði.
 
Fundurinn á morgun hefst klukkan 9:00 og er skráning á kpmg.is
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024