Skattadagur Deloitte í Reykjanesbæ
Skattadagur Deloitte í Reykjanesbæ verður haldinn á morgun, þriðjudag með morgunverðarfundi kl. 8.30-10.00 á Park Inn by Radisson Keflavík.
Í tilkynningu frá Deloitte segir að á morgun verði áhugaverður morgunverðarfundur um skattamál og helstu breytingar á nýju ári. Húsið opnar kl. 8.00 með léttum veitingum. Skráning á fundinn er á netfanginu [email protected]
DAGSKRÁ:
Opnunarávarp
Guðmundur Pétursson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi
Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM?
Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte
Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður?
Pétur Steinn Guðmundsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte
Isavia ohf.: Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia ohf.
Fundarstjóri er Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, forstöðumaður Deloitte í Reykjanesbæ.