Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sjóvá komin í Krossmóa
Þrír útibússtjórar! Arngrímur Guðmundsson, til hægri, ásamt þeim Geir Newman og Baldri Guðmundssyni en þeir eru báðir fyrrverandi útibússtjórar Sjóvár í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 9. mars 2018 kl. 13:27

Sjóvá komin í Krossmóa

Útibú Sjóvár í Reykjanesbæ flutti 1. mars sl. af Hafnargötu í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Flutningurinn leggst afar vel í útibússtjórann, Arngrím Guðmundsson, sem hóf störf nú í mars. 
 
„Við erum mjög ánægð með þessa nýju staðsetningu og erum búin að koma okkur vel fyrir. Það er heilmikið líf hér í húsinu og við hlökkum til að taka á móti fólki á nýjum stað,“ sagði Arngrímur í samtali við Víkurfréttir.
 
Föstudaginn 9. mars eru gestir og gangandi boðnir sérstaklega velkomnir í útibúið þar sem boðið verður upp á veitingar og ýmsan glaðning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024