Sjálgefið að atvinnulíf mun kólna á Suðurnesjum

Aðalfundur Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR) var haldinn 30 maí síðastliðinn.
  
Á fundinum komu fram miklar áhyggjur af 20% atvinnuleysi á Suðurnesjum sem er grafalvarlegt mál og stór ógn við samfélag okkar. Ennþá segja fyrirtæki upp starfsfólki og engin umfangsmikil verkefni virðast vera framundan á næstunni sem geti breytt þessu. Ef ekkert verður að gert er sjálfgefið að atvinnulíf Suðurnesja mun kólna enn frekar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. SAR mun beita sér af alefli í því að breyta þessari stöðu því þolmörkum hefur verið náð.
Samtökin fagna stofnun Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og munu vinna að því að gera það að styrkri stoð í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. SAR á fulltrúa í stjórn Atvinnuþróunarfélagsins.
Það er alveg ljóst  að nú þarf að finna verkefni og koma þeim í gang með samstilltu átaki!
Ný stjórn SAR er þessi: 
Aðalmenn:
•	Reynir Þór Ragnarsson, Sandgerði.
•	Andrés Kristinn Hjaltason, R.bæ.
•	Guðmundur Pétursson, R.bæ.
•	Hjörtur M. Guðbjartsson, R.bæ
•	Þórður Guðmundsson, Vogum.
Varamenn:
•	Einar Jón Pálsson, Garði.
•	Þórarinn Sveinn Guðbergsson, R.bæ.
•	Kjartan Páll Guðmundsson, R.bæ.
•	Jón Elíasson, Vogum.
Guðmundur Pétursson var kjörin nýr formaður stjórnar. Gunnar Ellert Geirsson mun áfram sinna starfi framkvæmdastjóra.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				