Sjá mikil og jákvæð tækifæri með kaupunum á Samkaupum
„Það er ánægjulegt að koma að stofnun Dranga hf. og inn í rekstur Samkaupa enda félagið með langa sögu, frábært starfsfólk og trausta viðskiptavini um allt land. Við sjáum mikil og jákvæð tækifæri með þessum kaupum til að skapa eitt hagkerfi sem myndar heildræna lausn fyrir viðskiptavini,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Dranga sem er nýtt og umsvifamikið félag sem mun starfa á mörkuðum fyrir matvöru, bílaþjónustu og lyfsölu undir eftirtöldum vörumerkjum.
„Vegferð okkar er skýr. Ánægja starfsfólks og viðskiptavina er í fyrirrúmi og áhersla á hagkvæmni í rekstri með einföldum og snjöllum lausnum“, segir Auður.
Kaup Orkunnar á Samkaupum eru nú frágengin eftir að Samkeppniseftirlitið féllst á viðskiptin sem tilkynnt voru til kauphallar eftir undirritun samninga 22. maí sl. Öllum skilyrðum viðskiptanna sem fram komu í tilkynningu hefur verið fullnægt. Félög með eignatengsl við SKEL hf. og starfa á mörkuðum smásölu, bílaþjónustu og lyfsölu hafa verið felld undir nýtt móðurfélag, Dranga hf., sem verður öflugt félag og góður valkostur fyrir neytendur um allt land.
Umrædd félög reka sterk vörumerki á neytendamörkuðum en þau eru Orkan með 73 jarðefnaeldsneytis og hraðhleðslu sjálfsafgreiðslustöðvar um allt land og þvottastöðvar Löðurs, einnig lyfjaverslanir Lyfjavals og Samkaup sem er ein stærsta verslunarkeðja landsins, Nettó, Krambúðina, Kjörbúðina, Iceland, 10 – 11, Prís og netverslunin Heimkaup. Þjónustustöðvar félaga Dranga eru því samtals 161 og er þær að finna í öllum landshlutum hringinn í kringum landið. Tekjur félaganna sem verið er að sameina í nafni Dranga voru um 75 milljarðar á árinu 2024.
Drangar stefnira að einföldum, ódýrum og skilvirkum rekstri á öllum sínum starfseiningum. Áhersla verður á skýra ásýnd vörumerkja og gott úrval á vöru og þjónustu þar sem viðskiptavinurinn verður í fyrsta sæti. Stefnt er að bæði innri og ytri vexti félagsinsana og þar með Dranga og í framhaldinu að skráningu allra hluta félagsinsDranga á skipulegan markað í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027.
SKEL hf. er leiðandi hluthafi í Dröngum og fer með 68,3% af öllu hlutafé eins of fram hefur komið í tilkynningu til kauphallar. SKEL hefur unnið undanfarin ár að þróun og mótun á öflugu fyrirtæki á smásölumarkaði sem væri verðugur keppinautur þeirra tveggja risa sem starfa á þeim markaði.
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Dranga hf.:
„Það er ánægjulegt að koma að stofnun Dranga hf. og inn í rekstur Samkaupa enda félagið með langa sögu, frábært starfsfólk og trausta viðskiptavini um allt land. Við sjáum mikil og jákvæð tækifæri með þessum kaupum til að skapa eitt hagkerfi sem myndar heildræna lausn fyrir viðskiptavini. Vegferð okkar er skýr. Ánægja starfsfólks og viðskiptavina er í fyrirrúmi og áhersla á hagkvæmni í rekstri með einföldum og snjöllum lausnum. Það er því tilhlökkun hjá okkur að taka skrefið inn í nýtt framboð á þjónustu til viðskiptavina með því að koma inn á matvörumarkað til neytenda,“ segir í tilkynningu frá Dröngum.