Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SJ-Innréttingar: Framtíðin er á Suðurnesjum
Föstudagur 3. október 2008 kl. 11:52

SJ-Innréttingar: Framtíðin er á Suðurnesjum


Fyrirtæki vikunnar að þessu sinni er SJ- Innréttingar, sem eru staðsettir að Njarðarbraut 3, Innri Njarðvík. Víkurfréttir fóru á stúfana og tóku framkvæmdastjóra fyrirtækisins á tal, Birgir Sigdórsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

SJ- Innréttingar sérhæfa sig í innréttingum fyrir heimili, eldhús, bað og fataskápa. Einnig hefur fyrirtækið í umboðssölu innihurðir og eldhústæki. Ásamt því hefur fyrirtækið góðan lager af skápaeiningum en innréttingarnar eru byggðar upp á einingum sem raðað er saman og passa allstaðar.


Skápahurðir eru framleiddar fyrir fyrirtækið erlendis frá, en einnig hefur fyrirtækið aðgang að skápahurðum sem framleiddar eru á Ítalíu og eru með lager í Danmörk, þannig að afgreiðslutíminn er ekki langur. En miðað er við að afgreiða innréttingar í allt húsið á 2 – 3 vikum. SJ- Innréttingar leggja áherslu á að vera með góðar og vandaðar vörur og persónulega þjónustu á hagstæðu verði.

Hvernig sjáið þið framtíð fyrirtækisins?

,,Framtíðina sjáum við hér á Suðurnesjum, þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu og ekkert lát þar á”, segir Birgir Sigdórsson framkvæmdastjóri SJ- Innréttinga. ,,Við teljum okkur hafa sterka stöðu á þessum innréttingamarkaði, bæði höfum við áratuga reynslu og metnaðarfullt starfsfólk sem staðið hefur þétt saman við að byggja fyrirtækið upp”. Því til staðfestingar fékk fyrirtækið viðurkenningu frá Reykjanesbæ, sem fjölskylduvænt fyrirtæki árið 2007.

Á hvaða grundvelli var fyrirtækið stofnað?

,,Fyrirtækið var stofnað árið 1980, þá sem uppsetningarþjónusta fyrir innréttingar. Síðan þá hefur þetta breyst í það að vera uppsetningarþjónusta ásamt því að vera söluaðili í innréttingum”, segir Birgir.

,,Árið 2004 festum við kaup á húsnæði hér í Reykjanesbæ, að Njarðarbraut 3, og byggðum þetta upp í það sem það er í dag. Við höfum mikla trú á Suðurnesjum enda kom það fljótt í ljós að hér er mikil uppbygging eins og flestir vita. Fyrirtækið hefur fengið mjög góðar viðtökur enda höfum við fundið fyrir samkennd Suðurnesjabúa um að versla í heimabyggð sé þess nokkur kostur, segir Birgir.

Hvað eru margir starfsmenn starfandi hjá fyrirtækinu í dag?

,, Fastir starfsmenn hjá fyrirtækinu eru 6, en við bætum við á álagstímum, aðallega þá undirverktaka í uppsetningar. Í dag höfum við á að skipa góðum mönnum sem kunna sitt fag’’, segir Birgir.

Er fyrirtækinu skipt upp í deildir?

,,Þetta er eiginlega þrískipt, það er undirvinna sem er teiknivinna, mælingar og hönnun. Lagervinna þar sem einingarnar eru settar saman og gerðar klárar fyrir uppsetningu, að lokum er það svo frágangur sem eru uppsetningar á innréttingunum. Síðan sjáum við um allann flutning til viðskiptavina okkar”, segir Birgir að lokum.





Viðskipti og atvinnulíf

Umsjón: Hörður Hersir Harðarson / [email protected]