Viðskipti

Sigurjónsbakarí opnar kaffihús í Hólmgarði
Sigurjón Héðinsson bakari í Sigurjónsbakaríi. Þar er nú líka kaffihús.
Miðvikudagur 28. júní 2017 kl. 07:00

Sigurjónsbakarí opnar kaffihús í Hólmgarði

Sigurjónsbakarí er eina bakaríið í Keflavík. Það má segja að bakaríið sé rótgróið í Hólmgarði, þar sem Sigurjón Héðinsson hefur bakað í næstum þrjá áratugi. Sigurjónsbakarí hefur nú fært sig um set og opnað á nýjum og betri stað í sama húsi.
 
Sigurjónsbakarí opnaði á dögunum stærra bakarí og kaffihús í Hólmgarði. Þar er öll framsetning á vöruframboði betri og þá hefur Sigurjónsbakarí stóraukið þjónustu við viðskiptavini. Eldri afgreiðsla bakarísins var þröng og hillupláss lítið. Nú er allt stærra og bjartara. Hægt er að setjast við borð og fá sér rjúkandi kaffi og nýtt bakkelsi. Í hádeginu er svo í boði súpa og brauð. Bakaríið er opið virka daga kl. 07:00 til 17:30 og um helgar frá kl. 08:00 til 17:00.
 
Nánar í Víkurfréttum sem koma út í þessari viku.
Public deli
Public deli