Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sigla nýju skipi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag
Þriðjudagur 19. desember 2023 kl. 10:15

Sigla nýju skipi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag

Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. sjósetti nýtt skip á Spáni á dögunum. Fyrsta nýsmíðin í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefna á að koma siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hulda Björnsdóttir GK-11 er hönnuð af Sævari Birgissyni, skipatæknifræðingi hjá Verkfræðistofunni Skipasýn ehf., í nánu samstarfi við starfsmenn Þorbjörns. Skipasmíðastöðin Armon í Gijón sá um smíðina.

Við hönnun skipsins var lögð rík áhersla á að draga úr orkunotkun og þar með að umhverfisáhrif þess verði sem minnst. Aðalvél skipsins, sem verður um 2400 KW, mun knýja skrúfu sem verður fimm metrar í þvermál.  Stærð og snúningshraði skrúfunnar verður lægri en áður hefur þekkst í eldri fiskiskipum af sambærilegri stærð.  Skipið verður þess vegna sérlega sparneytið og því í hópi sparneytnustu skipa í þessum flokki. Þá verður skipið búið til veiða með tveimur botnvörpum samtímis og togvindurnar knúnar rafmagni.

Í hönnun skipsins er sérstaklega litið til sjóhæfni þess með tilliti til öryggis og bættrar vinnuaðstöðu. Áhersla er lögð á að aðbúnaður áhafnar verði sem bestur og allir skipverjar hafa sínar eigin vistarverur og hreinlætisaðstöðu.

Mesta breytingin frá eldri skipum Þorbjarnar hf. varðandi vinnslu og meðferð aflans er sú að sjálfvirk flokkun á aflanum fer fram á vinnsludekki skipsins og frágangur aflans í fiskikör fer fram á einum stað á vinnsludekkinu.  Þaðan fer aflinn í lyftum niður í lest og verður lestarvinnunni  eingöngu sinnt af fjarstýrðum lyftara sem rennur á loftbita í lest skipsins.  Auk þess að annast flutning og stöflun á fiskikörum verður lyftarinn notaður við losun skipsins þegar það kemur til hafnar.