Siggi trukkur og fleiri góð fyrirtæki stofnuð
Smádýr, Tvær eins ehf. og Krafthús eru nöfn á fyrirtækjum sem voru stofnuð fyrr á þessu ári og birtust tilkyningar þess efnis í Lögbirtingarblaðinu. Smádýr ehf. er til húsa í Grindavík og er í eigu Evu Maríu Sigurðardóttur og Óskars Freys Guðlaugssonar. Tilgangur félagsins er smásala með gæludýr, tengdar vörur og fleira.Tvær eins ehf. er fyrirtæki stofnað af þeim Ingu Hildi Gústafsdóttur og Ingigerði Guðmundsdóttur, báðum úr Keflavík. Tilgangur félagsins er almennnur veitingarekstur og fleira.Krafthús ehf. er stofnað af Plastgerð Suðurnesja ehf. sem er í eigu Björns H. Guðbjörnssonar, Guðmundar B. Guðbjörnssonar og Skúla Magnússonar. Tilgangur félagsins er bygging og rekstur fasteigna.Þá er ógetið nýs eiganda af gamalgrónu fyrirtæki sem Guðmundur Þór Ármannsson og fjölskylda hafa keypt en það er Flutningaþjónusta Sigurðar Markússonar. Guðmundur rekur hjólbarðaþjónustuna á Aðalstöðinni og tók við „Sigga trukk“ sl. vor.