Siggi Markús og Jói Líndal ráðnir til HS Orku
Suðurnesjamennirnir Sigurður Markús Grétarsson og Jóhann Líndal Jóhannsson hófu störf hjá HS Orku í mars mánuði síðastliðnum.
Sigurður er menntaður tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem deildarstjóri upplýsingatækni HS Orku. Áður starfaði Sigurður sem deildarstjóri reikningagerðar hjá Vodafone.
Jóhann er löggiltur endurskoðandi með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhann starfar sem sérfræðingur á fjármálasviði HS Orku með umsjón með íslenska djúpborunarverkefninu. Jóhann starfaði áður sem verkefnisstjóri á endurskoðunarsviði Deloitte.
HS Orka fagnar því að fá til starfa tvo öfluga Suðurnesjamenn í stækkandi hóp starfsmanna fyrirtækisins, segir í tilkynningu.