Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Síðar línur hjá strákum og styttur hjá stúlkum
Miðvikudagur 14. maí 2003 kl. 14:41

Síðar línur hjá strákum og styttur hjá stúlkum

Hársnyrtistofan Klifs opnaði á dögunum á nýjum stað og er nú til húsa að Gónhóli 11 (að aftan) í Njarðvík. Þar er boðið upp á alla almenna hársnyrtiþjónustu fyrir dömur og herra. Hársnyrtidömurnar Bylgja Sverrisdóttir og Bjarklind Gísladóttir segja að hártískan í dag sé mjög mismunandi og í raun sé allt inni. „Það hefur auðvitað verið mikið um síðar línur hjá strákunum en við finnum þó fyrir því að það sé að breytast og eru þeir að koma til að láta stytta. Strípurnar eru auðvitað alltaf vinsælar en það er þó persónubundið“, segja þær og bæta því við að hjá stúlkunum sé allur gangur á hártískunni en það sé þó nokkuð um stúlkur séu með miklar styttur í hári sínu.Aðspurðar hvort þær hafi tekið eftir miklum breytingum á hártískunni undanfarin ár segja þær að það sé þá aðallega síðu línurnar hjá strákunum. „Yngri strákarnir eru með rosalega sítt hár. Stelpurnar eru líka farnar að safna meira hári en áður en auðvitað er allur gangur á því“, segir Bylgja.
Hársnyrtistofan Klifs er með vörur frá Sebastian sem er þekkt amerískt efni og mjög vinsælt. Bylgja og Bjarklind vildu nota tækifærið og þakka fyrir góðar viðtökur við opnuninni en nýju stofunni hefur verið tekið mjög vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024