Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SG bílar kaupa Bílasölu Keflavíkur
Sunnudagur 14. mars 2004 kl. 12:36

SG bílar kaupa Bílasölu Keflavíkur

Bílasala Keflavíkur hefur skipt um eigendur. Félagarnir Grétar Ólason og Þorsteinn Magnússon hafa keypt Bílasöluna af Smára Helgasyni. Þeir munu taka við rekstrinum um næstu mánaðamót, 1. apríl.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Smári að hann hafi hug á að einbeita sér enn frekar að heildsölunni Hjördísi Björk ehf. sem er í sölu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og stofnana. Þegar hann heyrði að þeir Grétar og Þorsteinn hefðu hug á að opna bílasölu, hafi hann samband við þá og bauð þeim reksturinn. Fyrirtæki Grétars og Þorsteins, SG bílar, mun taka við umboðum Bifreiða- og landbúnaðarvéla og Ræsis á Suðurnesjum.
Bílasala Keflavíkur mun flytja í nýtt húsnæði 1. apríl og verður það kynnt síðar.

VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024