SEX MÁNAÐA UPPGJÖR HJÁ SAMKAUPUM HF. :44 MILLJ. KR. HAGNAÐUR
Samkvæmt hálfs árs uppgjöri hefur rekstur Samkaupa hf. gengið vel. Umsvif hafa aukist talsvert og hagnaður er jafnframt meiri en á miðju ári í fyrra. Fyrstu sex mánuðina á þessu ári er hagnaður fyrir skatta tæpar 44 milljónir kr. en var á sama tíma í fyrra tæpar 34 millj. kr. Aukning nemur 30%.Verslunum Samkaupa hf. hefur verið að fjölga á árinu og eru nú 12 talsins.