Sex flugfélög í stað þriggja
Eftirspurn eftir fari með Norwegian flugfélaginu milli Osló og Reykjavíkur var það mikil að félagið flýgur hingað einnig í vetur. Talsmaður flugfélagsins segir frá því nýlegu samtali við vefsíðuna Túrista.is.
Flugfélögin í Keflavík verða því sex í stað þriggja næsta vetur. Síðasta vetur voru það Icelandair, Iceland Express og SAS sem flugu reglulega frá Keflavíkurflugvelli. Í vetur bætast hins vegar við í hópinn: EasyJet, Norwegian og WOW air. Aukningin er því töluverð í flugfélögum talið en ekki þegar kemur að flugferðum, því Norwegian og EasyJet munu aðeins fljúga þrisvar í viku.