Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 31. janúar 2003 kl. 09:55

Sementsverksmiðja braut gegn samkeppnislögum

Ályktanir Sementsverksmiðjunnar hf., um að með tilkomu sements frá Aalborg Portland í Danmörku á íslenskan markað geti þróun íslenskrar steinsteypu tekið skref aftur á bak og að framleiðsla þess sé stunduð með afturhaldssamri tækni til þess að fullnægja stundarhagsmunum byggingahraðans, eru ekki á rökum reistar og brjóta í bága við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi og eru því brot á ákvæðum samkeppnislaga, að mati Samkeppnisráðs.Samkeppnisstofnun barst erindi 28. janúar 2002 frá Aalborg Portland Íslandi hf. þar sem þess var m.a. óskað að kannað yrði hvort Sementsverksmiðjan hf. hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með ummælum um danskt sement í grein sem ber heitið ,,Íslenskt sement gefur þéttari og endingarbetri steypu en erlent sement" og birt var á vefsíðu Sementsverksmiðjunnar.

Í fyrri hluta greinarinnar eru dregnar ályktanir af niðurstöðum rannsóknar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins á tæringarhættu bendingar í íslenskri steinsteypu en rannsóknin lýtur m.a. að því að bera saman íslenskt og danskt sement. APÍ bendir á að fyrir liggi að rannsókninni hafi ekki verið lokið og að í tölvubréfi forstjóra Rannsóknastofnunarinnar komi fram að mat á gæðum sements byggist á ýmsum öðrum þáttum en þeim sem teknir séu fyrir í rannsókninni. Í síðari hluta greinar Sementsverksmiðjunnar er fjallað um samkeppni á sementsmarkaði og kvartar APÍ yfir ummælum sem þar koma fram um danskt sement og APÍ. Frá þessu er greint á vef Vísis.is í morgun.

Aalborg Portland Íslandi ehf. er með starfsstöð í Reykjanesbæ og sementsmóttaka fyrirtækisins fer fram í Helguvík þar sem fyrirtækið á og rekur tvo sementsturna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024