Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 4. maí 2001 kl. 12:00

Selja framleiðslu til Kanada - Danmörk og Afríka í skoðun

Fyrirtækið Beitir í Vogum hefur hafið sölu á framleiðslu sinni til Kanada. Fyrirtækið er einnig að kanna markaði í Danmörku og Afríku.Laust eftir áramót flutti Beitir, H. Ólafsson í nýtt húsnæði. Nýja húsið er stálgrindarhús staðsett á hafnarsvæðinu í Vogum.
Fyrirtækið hefur verið starfandi í 15 ár en á þeim árum var það í bílskúr og voru eigendur fyrirtækisins, Hafstein Ólafsson og Þóra Bragadóttir, einu starfsmenn þess. Þau hafa nú stækkað við sig úr 70 fm. í u.þ.b. 510 fm auk þess sem þau hafa bætt við tveim starfsmönnum til viðbótar enda mikill uppgangur hjá fyrirtækinu.
Framleiðslan er aðallega smíði úr rústfríu stáli, ýmiskonar sérsmíði fyrir sjávarútveg og fyrir matvælaiðnaðinn. Föst framleiðsla er beitingartrektir, línuspil, færaspil og beituskurðarhnífar svo eitthvað sé nefnt. „Fyrirtækið hefur nú hafið sölu á tækjum til útflutnings til Kanada en það mál er enn á byrjunarstigi og því erfitt að segja til um framtíðina í þeim málum. Við höfum verið með kynningarstarf þar í tvö ár en markaðurinn þar er nú að opna fyrir krókaveiðum. Við höfum líka verið með mikinn útflutning til Noregs og til Færeyja auk markaðsins á Íslandi“, segir Hatsteinn Ólafsson, eigandi fyrirtækisins og bætir við að nú sé einnig verið að kanna markaðinn í Danmörku og í Afríku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024