Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Securitas: Ný rekstrareining á Reykjanesi
Miðvikudagur 5. nóvember 2008 kl. 13:07

Securitas: Ný rekstrareining á Reykjanesi

Kjartan Már Kjartansson hefur verið ráðinn í nýja stöðu framkvæmdastjóra Securitas á Reykjanesi frá og með 1. nóvember n.k. Kjartan Már lauk MBA prófi frá Háskóla Íslands árið 2002 og hefur víðtæka stjórnunarreynslu, nú síðast sem staðgengill framkvæmdastjóra Samkaupa hf.

Securitas hefur um árabil rekið fjölbreytta starfsemi á Reykjanesi og starfa nú um 40 manns á vegum fyrirtækisins á svæðinu. Auk þess að veita alhliða öryggis- og vaktþjónustu fyrir heimili og fyrirtæki hefur Securitas sinnt verkefnum m.a. í samstarfi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nýlega tókust samningar við Norðurál um gæslu á framkvæmdasvæði álvers í Helguvík og mun það verkefni kalla á fleiri starfsmenn í nánustu framtíð. Fleiri verkefni eru í farvatninu og með stofnun sérstakrar rekstrareiningar er verið að renna styrkari stoðum undir starfsemi Securitas á Reykjanesi, með það að markmiði að veita íbúum þar enn betri þjónustu. Að sögn Trausta Harðarsonar forstjóra Securitas eru miklar vonir bundnar við þessa rekstrareiningu og mun hún styrkja þjónustu Securitas við viðskiptavini fyrirtækisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024