Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SAS flýgur á milli Oslóar og Keflavíkur
Fimmtudagur 2. febrúar 2006 kl. 09:51

SAS flýgur á milli Oslóar og Keflavíkur

SAS-flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar en áður hefur verið greint frá því að breski flugrisinn British Airways hyggist hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. Þetta kom fram í fréttum NFS í morgun.

Til að byrja með býður félagið fargjald á aðeins sex þúsund krónur aðra leiðina, með flugvallarskatti. Þá er Iceland Express að auka ferðatíðni sína og bæta sex nýjum áfangastöðum við ytra, auk þess sem félagið er að hefja áætlunarlfug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Loks hafa Flugleiðir engin áform um að draga úr ferðatíðni sinni þannig að nú stefnir í lang mesta sætaframboð í millilandaflugi til þessa.

Af www.visir.is

Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024