Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sáralitlar tafir á ferðum til útlanda
Þriðjudagur 16. október 2012 kl. 11:12

Sáralitlar tafir á ferðum til útlanda

Farþegar á leið frá landinu á fyrri hluta mánaðarins þurftu lítið sem ekkert að bíða. Komutímar héldu ekki eins oft. Icelandair hefur fjölgað ferðum mikið. Vefurinn Túristi.is greinir frá.

Meðalbið eftir brottförum frá Keflavík síðustu tvær vikur var lítil sem engin. Nær allar ferðir Icelandair, Iceland Express og WOW air fóru á tíma og engri ferð hjá SAS seinkaði. En skandinavíska félagið er nú það þriðja umsvifamesta á Keflavíkurflugvelli. Komutímar stóðust sjaldnar áætlun og þá sérsaktlega hjá WOW air. En hafa verður í huga að ferðir þess félags eru fáar þessar vikurnar og hver seinkun vegur því þungt í meðaltalinu.

Primera Air, Norwegian, easyJet og Air Greenland flugu líka milli Íslands og útlanda á tímabilinu en ferðir þeirra voru færri en þessara fjögurra sem finna má í töflunni hér fyrir neðan.

Fimmtungs fjölgun hjá Icelandair

Icelandair stóð fyrir rétt tæplega sex hundruð ferðum til og frá Keflavík fyrstu fimmtán daga október. Það er aukning um 20 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt útreikningum Túrista. Ferðum Iceland Express hefur hins vegar fækkað um 28 prósent frá fyrri hluta október á síðasta ári.

Þegar vægi félaganna, sem halda úti millilandaflugi héðan í haust, er skoðað þá kemur í ljós að 77 prósent ferðanna eru á vegum Icelandair. Iceland Express stendur fyrir tíundu hverji ferð, SAS 4 prósent og WOW air 3 prósent. Hlutfall annarra félaga er því 6 prósent.

Stundvísitölur fyrri hluti október

1.-15.okt. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 97% 1 84% 3 91% 2 590
Iceland Express 97% 0,1 93% 1 95% 0,5 78
SAS 100% 0 100% 0 100% 0 30
WOW air 91% 0,5 67% 13 78% 7 23

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024