Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Laugardagur 19. júní 1999 kl. 12:38

SANDGERÐISSKÓLI VILL HÆKKA ÞJÓNUSTUSTUÐULINN

Grunnskólinn í Sandgerði hélt upp á 60 ára afmæli starfstíma á sama stað fimmtudaginn 27. maí sl. og var haldið upp á tímamótin með viðeigandi hætti. Tíundi bekkur var kvaddur með prakt og bæjarstjórn og foreldrar buðu kaffi og meðlæti. Hápunktur dagsins var sýning á verkum nemenda í skólastofum skólans en skólinn var öllum opinn. Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, sagði Sandgerðisskóla á breytingarskeiði. „Í Sandgerðisskóla voru á síðasta vetri 294 nemendur í 20 bekkjardeildum og 38 manna starfslið. Síðastliðin tvö ár hefur Höskuldur Frímannsson, rekstrarráðgjafi, unnið að því að staðla starf skólans þannig að unnt verði að ná ISO-9002 staðli E.S.B. Meginbreytingin eru sú að við viljum hugsa skólann sem þjónustfyrirtæki og nemendur og foreldra sem viðskiptavini þess. Náum við þessum gæðastaðli njótum við eftirlitskerfis ESB, þ.e.a.s ESB hefur eftirlitsskildu að gegna varðandi gæði skólans.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024