Samúel ráðinn til Kosmos & Kaos
Samúel Jón Gunnarsson hefur verið ráðinn Þróunar og Rekstrarstjóri hjá vefstofunni Kosmos & Kaos. Ráðning er liður í því að auka þjónustu og vöruframboð Kosmos & Kaos í tengslum við hýsingu og rekstraþjónustu á vefsíðum og vefkerfum sem notast við opinn hugbúnað. Kosmos & Kaos er virkur þátttakandi í samfélagi opins hugbúnaðar (e. open source) og stoltur meðlimur í Drupal Association. Samúel er sérfræðingum á sviði opins hugbúnaðar og hefur sankað að sér mikilli reynslu því tengdu. í Tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Samúel sé sannur hvalreki fyrir viðskiptavini Kosmos & Kaos þegar kemur að samþættingu kerfa og uppsetningu á öruggu rekstrarumhverfi sem sæmir nútíma vefmiðlum. Það er því mikill heiður fyrir Kosmos & Kaos að fá svo reyndan einstakling um borð.
Kosmos & Kaos er vefstofa sem leggur áherslu á nýstefnulega vefhönnun, vefþróun og stafrænna markaðsetningu. Síðastliðin ár hefur Kosmos & Kaos hlotið verðlaun og fjölda tilnefninga á íslensku vefverðlaunum. Sem dæmi má nefna vefsíðurnar wow.is, bluelagoon.is, arktiekt.is, postur.is, vodafone.is og visindavefur.is. Nýjustu vefir úr smiðju Kosmos & Kaos eru vefsíða fyrir IcelandMag.is, on.is, sudurland.is og Sjova.is. Frá upphafi hefur Kosmos & Kaos lagt áherslu á að geta boðið starfsfólki sínu upp á gott starfsumhverfi og krefjandi verkefni, sem er í samræmi við gildandi Hamingjustefnu fyrirtækisins.
Samúel Jón mun stýra áframhaldandi þróun á rekstrarumhverfi auk þess að sinna forritunarvinnu. Samúel Jón er menntaður í rafmagnstæknifræði með áherslu á tölvunarfræði og hefur áralanga reynslu af rekstri og þróun margra af flóknustu tölvukerfum landsins. Samúel sagði á dögunum skilið við starf sitt sem deildarstjóri Hýsingar og Reksturs hjá Advania en hefur í gegnum árin starfað sem verkefna-, kerfisstjóri og í hugbúnaðarþróun um margra ára skeið hjá Advana, Landmælingum Íslands og Skýrr þegar það var og hét.