Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Laugardagur 18. maí 2002 kl. 16:51

Samningur um stálpípuverksmiðju samþykktur

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt samning um stálpípuverksmiðju í Helguvík. Aukafundur um málið var haldinn í bæjarstjórn síðdegis í gær.Samningaviðræður hafi staðið yfir milli bæjaryfirvalda og bandarísks stálfyrirtækis, IPT, um byggingu verksmiðju, sem mundi framleiða 150 til 175 tonn á ári.

Bandaríska fyrirtækið sem hyggst reisa verksmiðjuna samþykkti samninginn í fyrradag. Ríflega 200 manns fá væntanlega vinnu í verksmiðjunni. Næstu skref í málinu eru að finna fjárfesta til að koma að verkefninu en mikil bjartsýni ríkir um að málið komist í höfn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024