Samningur BS og Securitas um útkallsþjónustu undirritaður
Í síðustu viku undirrituðu Árni Guðmundsson forstöðumaður Gæslusviðs Securitas og Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja samning um útkallsþjónustu. Megin markmið samningsins er að tryggja gæði og auka enn frekar öryggi og þjónustu viðskiptavina Securitas. Verefni BS verður í aðalatriðum þess eðlis að bregðast við öllum boðun kerfa sem tengd eru við stjórnstöð Securitas. Með þessum samning eru Brunavarnir Suðurnesja orðnir aðal viðbragðsaðilar öryggis- og viðvörunarkerfa á öllum Suðurnesjum.
Frá þessu er greint á vef Brunavarna Suðurnesja, www.bs.is