Samkeppni um farþega á leið til Bergen
Áætlunarflug Norwegian til vesturstrandar Noregs hófst á mánudag þegar fyrsta flugið frá Bergen kom til Keflavíkurflugvallar.
Það er boðið upp á áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til fjögurra norskra borga og hefur aðeins verið samkeppni um farþega á leið til Oslóar. Þangað fljúga Icelandair, Norwegian og SAS allt árið um kring, samkvæmt frétt á vefnum Túristi.is.
Íslenska félagið er það eina sem flýgur til Stavanger og Þrándheims og þar til á mánudag var félagið líka það eina sem bauð upp á ferðir til Bergen. En nú hefur Norwegian blandað sér í baráttuna um farþega á þessari leið og mun félagið fljúga hana tvisvar í viku fram í desember. Icelandair býður upp á allt að daglegar ferðir þangað frá vori og fram á haust.