Samkaup opnar tvær nýjar verslanir
Samkaup heldur áfram að vaxa og ætlar nú að sækja í sig veðrið á Vesturlandi, þar sem til stendur að opna tvær nýjar verslanir. Í dag verður opnuð ný verslun á Bifröst og á næstunni önnur á Grundarfirði. Samkaup Strax verslun hefur verið rekin á Grundarfirði um árabil en henni verður breytt í Samkaup Úrval , sem þýðir lægra vöruverð fyrir neytendur á Snæfellsnesinu.
Stutt er síðan Samkaup opnaði nýja verslun á Vallarheiði en verslanir Samkaupa eru í dag orðnar vel á fimmta tuginn um allt land.
Mynd/elg: Það er alltaf nóg að gera við uppsetningu á nýjum Samkaupsverslunum. Þessi myndir er tekin rétt fyrir opnun í Garði síðastliðið vor.
Stutt er síðan Samkaup opnaði nýja verslun á Vallarheiði en verslanir Samkaupa eru í dag orðnar vel á fimmta tuginn um allt land.
Mynd/elg: Það er alltaf nóg að gera við uppsetningu á nýjum Samkaupsverslunum. Þessi myndir er tekin rétt fyrir opnun í Garði síðastliðið vor.