Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samkaup opnar nýja verslun í Garði á morgun
Fimmtudagur 22. febrúar 2007 kl. 14:03

Samkaup opnar nýja verslun í Garði á morgun

Samkaup opnar nýja og glæsilega verslun í Garði á morgun, föstudag kl. 14. Verslunin er staðsett við Sunnubraut í nýju miðbæjarhúsi sem óðum tekur á sig endanlega mynd en með hækkandi sól munu önnur þjónustufyrirtæki og bæjarskrifstofur koma sér fyrir í byggingunni.
Samkaup hefur um árabil rekið verslun í eldra húsnæði steinsnar frá nýju versluninni. Það rými var heldur lítið og óhagkvæmt miðað við nútímakröfur en í nýju versluninni er hátt til lofts og vítt til veggja á um 450 fermetra gólffleti. Verslunin er rekin undir merkjum Samkaup Strax.
Í tilefni opnunarinnar verða fjöldi opnunartilboða og veitingar í boði á morgun. Opið verður virka daga frá kl. 9 – 21, laugardaga frá 10 – 21 og á sunnudögum frá kl. 12-19.



Efri mynd:   Starfsfólk Samkaupa og iðnaðarmenn hafa verið á fullu þessa vikuna á endasprettinum við undirbúning opnunarinnar sem  er á morgun kl. 14.

Neðri mynd: Allar hillur að fyllast.

VF-myndir: elg




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024