Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 16. september 2003 kl. 12:16

Samkaup með 78 milljóna króna hagnað

Hagnaður Samkaupa h.f. fyrstu 6 mánuði ársins nam 78 milljónum króna. Heildar rekstrartekjur félagsins voru tæpir 4,2 milljarðar. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 177 milljónir. Eiginfjárhlutfall er nú 47%, veltufjárhlutfall 1,28 og ávöxtun eigin fjár 15,9%

Félagið rekur nú 25 verslanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Suðurnesjum, Suðurlandi, Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess rekur félagið kostverslun á Akureyri og kjötvinnslu á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024