Samkaup kaupir verslanir 10-11 og Iceland

Samkaup og Basko hafa komist að samkomulagi um að Samkaup kaupi valdar verslanir í eigu Basko. Basko rekur verslanir undir vörumerki 10-11, Iceland, Háskólabúðin og Inspired By Iceland.

Samkaup reka um fimmtíu verslanir á 33 stöðum um allt land. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó,  Kjörbúðin og Krambúð. Starfsmenn félagsins eru um 1.000 í rúmlega 500 stöðugildum.

Samkomulagið er enn háð fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins Samningsaðilar munu ekki tjá sig frekar um viðskiptin þar til fyrirvörum hefur verið aflétt.