Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samkaup kaupir fjölmargar verslanir á Austurlandi
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 17:55

Samkaup kaupir fjölmargar verslanir á Austurlandi

 

Samkaup hf. og Kaupfélag Héraðsbúa hafa náð samkomulagi um kaup Samkaupa á verslunarrekstri Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Borgarfirði Eystra. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins og er vísað til tilkynningar.

Í tilkynningunni kemur fram að Samkaup kaupi fasteignir Kaupfélags Héraðsbúa sem tilheyra þessum verslunum að undanskildum fasteignum á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Þá yfirtekur Samkaup ráðningarsamninga við allt starfsfólk KHB í þessum verslunum. Verslun og þjónusta við íbúa haldist óskert.

Rekstur Kaupfélags Héraðsbúa er kominn í þrot. Samkaup mun taka yfir rekstur 8 verslana félagsins og N1 tekur yfir rekstur Hraðbúða og söluskála á Egilsstöðum og Hornafirði. Ellefu starfsmönnum á skrifstofu félagsins, hefur verið sagt upp störfum.

Heimild: www.ruv.is

---
Mynd: Stemmningsmynd af Austurlandi. Ljósmynd: [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024