Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samkaup kaupa tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu
Verslun Iceland í Reykjanesbæ sem Samkaup hefur tekið yfir.
Mánudagur 19. nóvember 2018 kl. 06:00

Samkaup kaupa tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu

Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaupin.

„Við hjá Samkaupum erum gríðarlega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heilla skref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðsetningarnar sem um ræðir eru: 10-11 verslanir í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík.

„Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu ætlum við að fara yfir kaupin með því góða fólki sem mun starfar hjá okkur og kynna fyrir þeim hvaða breytingar koma til með að eiga sér stað. Það er samt ljóst að öllu starfsfólki verður boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Samkaup starfa á íslenskum dagvörumarkaði og byggir rekstur sinn á gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ er á. Félagið rekur fyrir kaupin um fimmtíu verslanir á 33 þremur stöðum víðsvegar um land og eru helstu vörumerki Samkaupa Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin. Þar starfa yfir 1.000 manns.

„Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Kaupin á verslunum Basko styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur enn nær íbúum þar,“ segir Ómar.


Jafnframt er búið að undirrita samning þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Samkeppniseftirlitsins og vænta má úrskurðar á næsta ári.

Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins.