Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samkaup hf. í alhliða rekstrarþjónustu hjá Þekkingu hf.
Föstudagur 11. janúar 2008 kl. 09:28

Samkaup hf. í alhliða rekstrarþjónustu hjá Þekkingu hf.

Samkaup hf. hefur frá árinu 2001 úthýst rekstri tölvukerfa og miðlægs búnaðar til Þekkingar hf.  Fyrirtækin hafa nú endurnýjað samning um rekstur tölvukerfa og hýsingu miðlægs búnaðar fyrir allar verslanir Samkaupa um allt land. Samkaup hf. vaxið umtalsvert á undanförnum árum og hefur umfang þjónustu Þekkingar aukist í takt við þann vöxt.

Farsælt samstarf
Að sögn Sturlu G. Eðvarðssonar, framkvæmdastjóra Samkaupa, má með sanni segja að Þekking virki sem tölvudeild Samkaupa. Samstarf fyrirtækjanna er einstakt að því leyti að Samkaup rekur ekki tölvudeild heldur treystir alfarið á tæknimenn og þjónustuver Þekkingar um alla reglubunda viðhaldsþjónustu tölvubúnaðar. Þetta fyrirkomulag hefur hentað okkar rekstri enda hefur samstarfið gengið vel, segir Sturla.

Fjölbreytt þjónusta
Þekking sinnir fjölbreyttri þjónustu fyrir Samkaup. Tæknimenn Þekkingar annast alla útstöðva þjónustu fyrir Samkaup í verslunum um allt land. Þessi þjónusta nær bæði yfir útstöðvar og kasskerfisbúnað í verlunarkeðjum Samkaupa. Samkaup nýtir einnig þjónustuver Þekkingar en þjónustuverið á Akureyri sinnir margvíslegri notendaaðstoð við starfsmenn Samkaupa. Auk þessa eru öll miðlæg kerfi Samkaupa hýst í vélasal Þekkingar. Til viðbótar rekstri og hýsingu tölvukerfa Samkaupa hefur Þekking einnig sinnt aðlögunum í viðskiptakerfi, Concorde XAL, Samkaupa ásamt smíði OLAP greiningartóla. Það má því segja að Samkaup nýti sér vel þá breidd sem Þekking hefur í sínu þjónustuframboði.

Samkaup hf.
Á árinu 2001 sameinuðust Matbær ehf, áður verslunarsvið Kaupfélags Eyfirðinga og Samkaup hf. undir merkjum hins síðarnefnda. Við það myndaðist öflugur aðili á íslenskum matvörmarkaði.
Samkaup rekur 4 verslanakeðjur. Verslanirnar bera heitin Samkaup úrval, Samkaup strax, Nettó og Kaskó. Stórmarkaðirnir eru undir merkjum Samkaup úrval, hverfaverslanir eru undir merkjum Samkaup strax og lágvöruverðsverslanir undir merkjum Nettó og Kaskó og er Nettó verslunin á Glerártorgi stærsta verslun fyrirtækisins. Verslanir Samkaupa hf. eru í dag 43 talsins og staðsettar víðsvegar um landið. Hjá Samkaupum hf. starfa um 740 starfsmenn.

Þekking hf.
Þekking býður uppá fjölbreytta þjónustu á sviði reksturs og hýsingar tölvukerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið hefur haslað sér völl á sviði hýsingar- og rekstrarþjónustu tölvukerfa og vaxið ört á undanförnum árum. Í dag rekur fyrirtækið tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Kópavogi, með um 60 starfsmenn. Þekking þjónar fyrirtækjum víða um landið og eru margir af viðskiptavinum þess í hópi stærstu fyrirtækja landsins

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024