Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sunnudagur 23. desember 2001 kl. 02:24

Sameining við Bæjarveitur Vestmannaeyja í burðarliðnum?

Á fundi samninganefnda Bæjarveitna Vestmannaeyja og Hitaveitu Suðurnesja hf. í Vestmannaeyjum í vikunni var gengið frá samkomulagi um helstu efnisatriði að sameiningu fyrirtækjanna.
Stjórn Bæjarveitna fundaði um málið í fyrradag. Samningamenn vildu ekki greina frá efnisatriðum samkomulagsins þar sem stjórn Hitaveitu Suðurnesja á eftir að fjalla um málið.
Sameiningin er háð samþykki bæjarstjórnar Vestmannaeyja og stjórnar Hitaveitu Suðurnesja hf. og búast má við að niðurstaða fáist milli jóla og nýárs.

Uppfærð frétt af vef Frétta í Vestmannaeyjum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024