SALTVERKSMIÐJAN Í GANG Á NÝ
Saltverksmiðjan á Reykjanesi verður gangsett á ný til að framleiða 150 tonn af salti en nokkuð vænlega er talið að horfi með sölu á heilsusalti hjá Íslenskum sjóefnum hf.Stjórn Hitaveitu Suðurnesja samþykkti á fundi sínum nýlega að gangsetja verkskmiðjuna en áætlaður kostnaður við framleiðslu á 150 tonnum eru um 16 milljónir króna. Hitaveitan er eigandi verksmiðjunnar en Íslensk sjóefni sem hafa verið að markaðssetja Heilsusaltið munu greiða þá upphæð til baka gangi markaðssetning eins og vonir standa til.