Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sagafilm og RÚV leita að frumkvöðlum á Suðurnesjum
Þriðjudagur 17. mars 2015 kl. 16:40

Sagafilm og RÚV leita að frumkvöðlum á Suðurnesjum

Sagafilm og RÚV leita að frumkvöðlum á öllum aldri til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð, sem sýnd verður á RÚV næsta vetur.

Af því tilefni, munu Kristinn Jón Ólafsson og Þórdís Wathne Jóhannsdóttir koma í Eldey frumkvöðlasetur á Ásbrú fimmtudaginn 19. mars kl. 12:15 til að kynna þáttinn og þann ávinning sem frumkvöðlar geta haft af því að taka þátt.

Vart er hægt að hugsa sér betri ókeypis markaðssetningu fyrir fyrirtæki eða hugmynd og eru áhugasamir frumkvöðlar á Suðurnesjum hvattir til þess að mæta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024