Sætanýting WOW air 88% í október

Farþegum WOW air í október fjölgar um 28%

WOW air flutti 331 þúsund farþega til og frá land­inu í október eða um 28% fleiri farþega en í október árið 2017. Þá var sætanýting WOW air 88% í október í ár sem er nokkru lægra en á sama tímabil í fyrra þegar sætanýtingin var 90%, en aukning á framboðnum sætakílómetrum var 29% á milli ára. Hlutfall tengifarþega jókst en í ár var hlutfallið 51% í október miðað við 43% á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári þá hef­ur WOW air flutt um 3,1 millj­ónir farþega.
 
WOW air flýgur nú til yfir 30 áfangastaða í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Flug til Nýju Delí og Orlando hefst í desember á þessu ári.