Viðskipti

Sætanýting WOW air 85% í maí
Þriðjudagur 7. júní 2016 kl. 06:00

Sætanýting WOW air 85% í maí

WOW air jók markaðshlutdeild sína í maí um 54%

WOW air flutti 106 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 115% fleiri farþega en í maí árið 2015. Sætanýting WOW air í maí var 85% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 81% en er þetta aukning um fjögur prósentustig þrátt fyrir mikla framboðsaukningu. Sætanýting WOW air jókst milli ára þrátt fyrir 109% aukningu á sætaframboði í maí en félagið hóf áætlunarflug í þessum mánuði til Montréal, Toronto, Stokkhólms og Bristol. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 110% í maí frá því á sama tíma í fyrra.  

Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 379 þúsund farþega en það er 114% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.

WOW air jók markaðshlutdeild sína í maí um 54% úr 13% hlutdeild af heildarfarþegum á Keflavíkurflugvelli í maí 2015 í 20% hlutdeild nú í ár.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024