Sækja, keyra og geyma bílinn frítt
B&B Keflavík airport er stærsti gististaður á Suðurnesjum.
B&B Keflavík airport er stærsti gististaður á Suðurnesjum með 103 herbergi. Þar eru margar stærðir herbergja frá eins manns uppí 6 manna herbergi. Öll herbergin eru með baðherbergi (sturtu) og það er nýjir 40" flatskjáir í öllum herbergjum. Herbergin eru stór og er ekkert þeirra undir 25m2.
Á B&B Keflavík airport er sjónvarpshorn/setustofa þar sem gestir geta sest niður með „öllara“ og lesið bók eða horft á sjónvarp, t.d. leiki í enska boltanum eða einhver af stóru golfmótunum. Í setustofunni hafa gestir aðgang að tveimur tölvum sé þess þörf auk þess sem það er frítt Internet innfalið í gistingunni.
Þá er gestum boðið upp á að vera ekið eða sóttir á flugvöllinn, þ.e. einstaklingar, og er það innifalið í herbergisverðinu. B&B er ekki með matsölu, aðra en morgunverð sem er innifalinn í verði, en gestum er bent á hina ýmsu veitingastaði í Keflavík. Hjá B&B geta gestir líka geymt bílinn sinn frítt meðan þeir eru erlendis.
(Þetta efni er úr blaðauka um Ásbrú sem fylgdi Víkurfréttum í maí).