Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Rýmingarsala í verslun Hertex við Hafnargötu
Föstudagur 19. apríl 2013 kl. 09:41

Rýmingarsala í verslun Hertex við Hafnargötu

Hertex, fatamarkaður Hjálpræðisherins við Hafnargötu, lokar þann  1. maí nk.

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ hefur í þrjú ár verið með fatamarkað og súpueldhús að Hafnargötu 50 í Keflavík.

Frá 1. maí eru aðrir aðilar sem taka við í þessum húsakynnum og er Hjálpræðisherinn því þessa dagana að leita að nýjum stað fyrir þessa starfsemi ásamt flokkun á notuðum fatnaði.

Hertex verður því með rýmingarsölu dagana 22.-27. apríl þar sem hægt verður að kaupa fatnað á 100 krónur flíkina eða fylla heilan poka fyrir aðeins 1500 kr.

Á uppstigningardag,  9. maí munu svo unglingar í Hjálpræðishernum halda fjáröflun, með flóamarkað, kaffi- og kökusölu í „Gömlu Grágás“ að Vallargötu 14.

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ og sjálfboðaliðar í Hertex vilja þakka öllum viðskiptavinum og þeim sem gefið hafa fatnað fyrir stuðninginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024