Ryanair vill fljúga til Keflavíkur
Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair íhugar að hefja áætlunarflug til Íslands á næstunni. Stefán Thordersen, yfirmaður flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar, staðfestir að forsvarsmenn Rayanair hafi verið í viðræðum við stjórnendur flugvallarins. Talsmaður Ryanair segir flugfélagið vera að skoða 50 nýja áfangastaði í Evrópu. Stjórnendur Flugleiða undirbúa sig undir fyrirhugaða samkeppni og tilkynntu fargjaldalækkun í dag. Stefán segir að flugfélagið hafi verið í sambandi við forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar í sumar og í þessum mánuði varðandi lendingarleyfi á flugvellinum. Erfitt sé að mæta kröfum flugfélagsins, sem vill afslátt af lendingargjöldum, án þess að brjóta jafnræðisregluna. Sömu reglur verði að gilda fyrir Ryanair og önnur flugfélög sem nýta sér þjónustu vallarins. Talsmaður Ryanair sagði í samtali við Vísir.is að félagi væri að skoða 50 nýja lendingarstaði víðs vegar um Evrópu. Hann vildi ekki staðfesta að Ísland væri einn þeirra. Aðspurður um hvenær ákvörðun lægi fyrir, hvort flogið verði til Íslands, sagði hann að verið sé að vinna að þessu verkefni og ekki ljóst nákvæmlega hvenær niðustaða fáist. Það yrði tilkynnt með formlegum hætti.
Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að ekkert erindi um flug Ryanair til Íslands sé til meðferðar hjá ráðuneytinu. Hann segir að flugfélagið þurfi ekki leyfi stjórnvalda til að hefja flug til Íslands þar sem það starfi á Evrópska efnahagssvæðinu. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, tekur í sama streng. Ekki þurfi að senda beiðni til embættisins til að hefja flug hingað til lands.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að Flugleiðir viti ekki til þess að Ryanair ætli að hefja áætlanarflug til Íslands á næstunni. Þar sem það yrði í samkeppni við Flugleiði yrðu þeir líklega ekki þeir fyrstu sem yrðu látnir vita af fyrirætlunum írska flugfélagsins.
Samkvæmt heimildum Vísis vinnur Flugleiðir að því að mæta aukinni samkeppni á næstunni. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að einfalda gjaldskrá og lækka fargjöld. Boðað var til blaðamannafundar í dag þar sem tilkynnt var um lækkun flugfargjalda. Flugleiðamenn líta svo á að ef Ryanair komi ekki mun annað lágfargjaldaflugfélag hefja flug til landsins á næstunni. Við því ætla þeir að vera viðbúnir.
Ryanair er írskt flugfélag og var stofnað árið 1985. Þegar frjáls samkeppni var innleidd í Evrópu árið 1997 óx félagi mikið. Á þessu ári hefur verið stöðugur vöxtur í farþegafjölda fyrirtækisins og jókst hagnaður á öðrum ársfjórðungi þessa árs um 68%. Þetta er því eitt arðbærasta flugfélag Evrópu í dag.
Starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar hafa allt þetta ár verið í viðræðum við Ryanair um flug til Akureyrar. Ómar Banine, forstöðumaður ferðamála- og kynningarsviðs AFE, hefur meðal annars heimsótt forsvarmenn flugfélagsins. Að sögn Ómars hefur verið sett út á flugvöllinn á Akureyri og sagt að hann væri meðal annars ekki nógu langur. Þrátt fyrir vilja til að laga það, sem betur má fara, hafa engir samningar náðst ennþá. Þó segir Ómar að vilji sé til að lækka lendingarkostnaðinn fyrir Ryanair kjósi flugfélagið að fljúgja til Akureyrar.
Ryanair nær niður kostnaði með því að lenda á flugvöllum sem eru næstir helstu alþjóðlegum flugvöllum Evrópu. Þar er lendingarkostnaður og þjónustugjöld lægri. Farþegar njóta þess í lægri fargjöldum en ella, ef lent er á stærstu völlunum.
Forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar segja ekki hægt að lækka lendingarkostnað hjá einu flugfélagi án þess að lækka það líka hjá öðrum. Ekkert formlegt erindi hefur borist flugvellinum í Reykjavík að sögn Hauks Haukssonar, framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Reykjavíkurflugvallar. Því er ljóst að Ryanair vill lenda í Keflavík enda eini alþjóðlegi flugvöllur Íslands.
Frétt af Vísi.is
Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að ekkert erindi um flug Ryanair til Íslands sé til meðferðar hjá ráðuneytinu. Hann segir að flugfélagið þurfi ekki leyfi stjórnvalda til að hefja flug til Íslands þar sem það starfi á Evrópska efnahagssvæðinu. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, tekur í sama streng. Ekki þurfi að senda beiðni til embættisins til að hefja flug hingað til lands.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að Flugleiðir viti ekki til þess að Ryanair ætli að hefja áætlanarflug til Íslands á næstunni. Þar sem það yrði í samkeppni við Flugleiði yrðu þeir líklega ekki þeir fyrstu sem yrðu látnir vita af fyrirætlunum írska flugfélagsins.
Samkvæmt heimildum Vísis vinnur Flugleiðir að því að mæta aukinni samkeppni á næstunni. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að einfalda gjaldskrá og lækka fargjöld. Boðað var til blaðamannafundar í dag þar sem tilkynnt var um lækkun flugfargjalda. Flugleiðamenn líta svo á að ef Ryanair komi ekki mun annað lágfargjaldaflugfélag hefja flug til landsins á næstunni. Við því ætla þeir að vera viðbúnir.
Ryanair er írskt flugfélag og var stofnað árið 1985. Þegar frjáls samkeppni var innleidd í Evrópu árið 1997 óx félagi mikið. Á þessu ári hefur verið stöðugur vöxtur í farþegafjölda fyrirtækisins og jókst hagnaður á öðrum ársfjórðungi þessa árs um 68%. Þetta er því eitt arðbærasta flugfélag Evrópu í dag.
Starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar hafa allt þetta ár verið í viðræðum við Ryanair um flug til Akureyrar. Ómar Banine, forstöðumaður ferðamála- og kynningarsviðs AFE, hefur meðal annars heimsótt forsvarmenn flugfélagsins. Að sögn Ómars hefur verið sett út á flugvöllinn á Akureyri og sagt að hann væri meðal annars ekki nógu langur. Þrátt fyrir vilja til að laga það, sem betur má fara, hafa engir samningar náðst ennþá. Þó segir Ómar að vilji sé til að lækka lendingarkostnaðinn fyrir Ryanair kjósi flugfélagið að fljúgja til Akureyrar.
Ryanair nær niður kostnaði með því að lenda á flugvöllum sem eru næstir helstu alþjóðlegum flugvöllum Evrópu. Þar er lendingarkostnaður og þjónustugjöld lægri. Farþegar njóta þess í lægri fargjöldum en ella, ef lent er á stærstu völlunum.
Forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar segja ekki hægt að lækka lendingarkostnað hjá einu flugfélagi án þess að lækka það líka hjá öðrum. Ekkert formlegt erindi hefur borist flugvellinum í Reykjavík að sögn Hauks Haukssonar, framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Reykjavíkurflugvallar. Því er ljóst að Ryanair vill lenda í Keflavík enda eini alþjóðlegi flugvöllur Íslands.
Frétt af Vísi.is