Rúnar Marvinsson gestakokkur á Primo
Margt er framundan hjá veitingastaðnum Primo í Reykjanesbæ á næstunni. Staðurinn hefur farið ansi vel af stað að sögn eigenda en meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson verður gestakokkur á um helgina. Hann mun elda af matseðli fimmtudags- til laugardagskvölds. Mögulegt er að gestakokkar verði eitthvað sem verður reglulega framvegis hjá Primo.
Adam Ingason, einn eigenda staðarins, segir að mikið hafi verið að gera á kvöldmatartíma fimmtudaga til laugardaga og mikil aukning hafi einnig verið í hádeginu þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Á föstudags- og laugardagskvöld mun plötusnúður halda uppi fjörinu en næsta fimmtudag mætir Magni með kassagítarinn og leikur fyrir gesti.
Annars er fjölmargt framundan og allir boðnir velkomnir. Gestir eru engu að síður hvattir til að panta sér borð tímanlega til að vera viss um að komast að á mestu annatímum.
Mynd/ www.bb.is Rúnar Marvinsson og kollegi hans, Úlfar Eysteinsson á góðri stund
Adam Ingason, einn eigenda staðarins, segir að mikið hafi verið að gera á kvöldmatartíma fimmtudaga til laugardaga og mikil aukning hafi einnig verið í hádeginu þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Á föstudags- og laugardagskvöld mun plötusnúður halda uppi fjörinu en næsta fimmtudag mætir Magni með kassagítarinn og leikur fyrir gesti.
Annars er fjölmargt framundan og allir boðnir velkomnir. Gestir eru engu að síður hvattir til að panta sér borð tímanlega til að vera viss um að komast að á mestu annatímum.
Mynd/ www.bb.is Rúnar Marvinsson og kollegi hans, Úlfar Eysteinsson á góðri stund