Rúmlega 800 milljóna króna hagnaður hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.
Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 839 milljónir króna fyrir árið 2002 samanborið við 272 milljóna króna tap árið á undan. Meginástæða batnandi afkomu er annars vegar lækkun fjármagnskostnaðar vegna gengisþróunar á árinu, en mestur hluti skulda fyrirtækisins er í erlendum gjaldmiðlum. Hins vegar er aukin framlegð af verslunarrekstri félagsins.Heildareignir félagsins eru bókfærðar á 12.691 milljón króna í árslok 2002. Skuldir félagsins námu 8.374 milljónum króna og hafa lækkað milli ára um 734 milljónir króna, aðalega vegna þróunar á gengi íslensku krónunnar. Nettóskuldir félagsins, þ.e. veltufjármunir að frádregnum skuldum, hafa lækkað um 1.165 milljónir króna á árinu. Eigið fé félagsins hefur vaxið úr 3,3 milljörðum króna við stofnun þess 1. október 2000 í 4,3 milljarða þann 31.12.2002. Eiginfjárhlutfallið fer úr 27,2% í árslok 2001 í 34% í árslok 2002.
Heildartekjur félagsins fyrir árið 2002 námu um 4.113 milljónum króna og drógust því saman um 3,5% milli ára. Fækkun farþega og lægri húsaleigutekjur eru aðalástæðan fyrir þessum tekjusamdrætti.
Farþegum hélt áfram að fækka á árinu 2002 eins og gert hafði árinu á undan. Fjöldi farþega var 1.219 þúsund árið 2002 samanborið við 1.361 þúsund farþega árið 2001. Fækkunin nam því um 142 þúsund farþegum.. Samdrátturinn er mestur í skiptifarþegum eða um 92 þúsund. Farþegum sem komu og fóru frá landinu fækkaði um 50 þúsund. Áhrif af hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin 11. september 2001 eru ekki enn að fullu komin fram en farþegum hefur fækkað um 200 þúsund frá árinu 2000.
Teikn eru á lofti um að botninum sé náð hvað varðar fjölda farþega sem koma og fara frá landinu. Þessum farþegum fjölgaði á síðustu mánuðum ársins 2002 miðað við fyrra ár og einnig á fyrstu mánuðum þessa árs. Það stefnir í að sumarumferð um Keflavíkurflugvöll verði meiri í ár en á síðasta ári.
Í kjölfar ákvörðunar Go flugfélagsins að hætta flugi til Íslands á fyrri hluta síðasta árs spunnust umræður um gjald- og skattlagningu á Keflavíkurflugvelli og samkeppnishæfni hans í samanburði við aðra flugvelli. Af heildarkostnaði við komu og brottför Boeing 737 vélar til Keflavíkurflugvallar renna rúm 40% í ríkissjóð í formi flugvallarskatts. Beinar tekjur flugstöðvarinnar af farþegum er innritunargjald sem er í dag um 400 krónur á farþega. Ljóst er að draga verður úr skattlagningu til að auka samkeppnishæfni flugvallarins og efla áhuga lágjaldaflugfélaga og annarra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli sem áfangastað.
Gjörbylting hefur orðið á Flugstöðinni í Keflavík á þeim skamma tíma frá því að hið unga félag, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., tók til starfa. Með suðurbyggingunni allt að því tvöfaldaðist athafnasvæði félagsins sem gefur möguleika á mun betri þjónustu við flugfélög og farþega, og fjölbreytni á öllum sviðum starfseminnar. Þau meginmarkmið sem stjórn félagsins setti sér í upphafi hafa náðst í stórum dráttum. Félagið er fjárhaglega sterkt og hefur náð að uppfylla þær kröfur og væntingar sem gerðar voru við stofnun þess. Félagið hefur nýlega greitt niður um 700 milljónir af langtímaskuldum félagsins og eiginfjárstaða þess hefur styrkst verulega. Stjórn leggur til við aðalfund, sem haldinn verður 20. mars n.k., að greiddur verði 10% arður í ríkissjóð eða sem nemur 250 milljónum króna. Það er mat stjórnar að vel hafi tekist til með hlutafélagavæðingu gömlu ríkisstofnananna á Keflavíkurflugvelli og að vænta megi mikils af nýja félaginu í framtíðaruppbyggingu flugstöðvarinnar og ferðaþjónustu í landinu.
Heildartekjur félagsins fyrir árið 2002 námu um 4.113 milljónum króna og drógust því saman um 3,5% milli ára. Fækkun farþega og lægri húsaleigutekjur eru aðalástæðan fyrir þessum tekjusamdrætti.
Farþegum hélt áfram að fækka á árinu 2002 eins og gert hafði árinu á undan. Fjöldi farþega var 1.219 þúsund árið 2002 samanborið við 1.361 þúsund farþega árið 2001. Fækkunin nam því um 142 þúsund farþegum.. Samdrátturinn er mestur í skiptifarþegum eða um 92 þúsund. Farþegum sem komu og fóru frá landinu fækkaði um 50 þúsund. Áhrif af hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin 11. september 2001 eru ekki enn að fullu komin fram en farþegum hefur fækkað um 200 þúsund frá árinu 2000.
Teikn eru á lofti um að botninum sé náð hvað varðar fjölda farþega sem koma og fara frá landinu. Þessum farþegum fjölgaði á síðustu mánuðum ársins 2002 miðað við fyrra ár og einnig á fyrstu mánuðum þessa árs. Það stefnir í að sumarumferð um Keflavíkurflugvöll verði meiri í ár en á síðasta ári.
Í kjölfar ákvörðunar Go flugfélagsins að hætta flugi til Íslands á fyrri hluta síðasta árs spunnust umræður um gjald- og skattlagningu á Keflavíkurflugvelli og samkeppnishæfni hans í samanburði við aðra flugvelli. Af heildarkostnaði við komu og brottför Boeing 737 vélar til Keflavíkurflugvallar renna rúm 40% í ríkissjóð í formi flugvallarskatts. Beinar tekjur flugstöðvarinnar af farþegum er innritunargjald sem er í dag um 400 krónur á farþega. Ljóst er að draga verður úr skattlagningu til að auka samkeppnishæfni flugvallarins og efla áhuga lágjaldaflugfélaga og annarra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli sem áfangastað.
Gjörbylting hefur orðið á Flugstöðinni í Keflavík á þeim skamma tíma frá því að hið unga félag, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., tók til starfa. Með suðurbyggingunni allt að því tvöfaldaðist athafnasvæði félagsins sem gefur möguleika á mun betri þjónustu við flugfélög og farþega, og fjölbreytni á öllum sviðum starfseminnar. Þau meginmarkmið sem stjórn félagsins setti sér í upphafi hafa náðst í stórum dráttum. Félagið er fjárhaglega sterkt og hefur náð að uppfylla þær kröfur og væntingar sem gerðar voru við stofnun þess. Félagið hefur nýlega greitt niður um 700 milljónir af langtímaskuldum félagsins og eiginfjárstaða þess hefur styrkst verulega. Stjórn leggur til við aðalfund, sem haldinn verður 20. mars n.k., að greiddur verði 10% arður í ríkissjóð eða sem nemur 250 milljónum króna. Það er mat stjórnar að vel hafi tekist til með hlutafélagavæðingu gömlu ríkisstofnananna á Keflavíkurflugvelli og að vænta megi mikils af nýja félaginu í framtíðaruppbyggingu flugstöðvarinnar og ferðaþjónustu í landinu.