RÓSALIND VERÐUR AÐ TÍSKUHÚSINU JOY
Tískuverslunin Rósalind breytti á dögunum um nafn og stjórnanda. Kristín Einarsdóttir, dóttir Guðrúnar Árnadóttur verslunarstjóra, tók við rekstrinum úr höndum móður sinnar. „Ég ákváð að breyta hlutunum og skírði verslunina upp á nýtt og tók inn ný vörumerki sem höfða ættu til breiðari hóps viðskiptavina. Vörumerkin sem eru komin eru B-Young, Wearhouse, Choise, In-Town og Cero sem allt eru gæðamerki og enn fleiri vörumerki væntanleg. Þá munum við setja af stað happdrætti og mun einn heppinn viðskiptavinur verða dreginn úr potti mánaðarlega og úrslitin birt í Víkurfréttum. Opnunartími verður frá kl. 13-18 virka daga og kl. 11-13 á laugardögum. Nokkur fimmtudagskvöld í mánuði verður staðið fyrir ýmiss konar uppákomum sem verða kynntar síðar“ sagði Kristín í viðtali við VF.