Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Rolls Royce og Icelanda­ir fagna sex­tíu ára sam­starfi
    Bruce Blythe, aðstoðarfor­stjóri Rolls-Royce, afhenti Birki Hólm Guðna­syni, fram­kvæmda­stjóra Icelanda­ir, minja­grip gerðan úr vél­ar­hlut­um í til­efni tíma­mót­anna. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Rolls Royce og Icelanda­ir fagna sex­tíu ára sam­starfi
Miðvikudagur 3. maí 2017 kl. 09:05

Rolls Royce og Icelanda­ir fagna sex­tíu ára sam­starfi

Rolls Royce og Icelanda­ir fögnuðu í gær sex­tíu ára sam­starfi með stuttri at­höfn í flug­skýli Icelandair á Kefla­vík­ur­flug­velli. Við athöfnina afhenti Bruce Blythe, aðstoðarfor­stjóri Rolls-Royce, Birki Hólm Guðna­syni, fram­kvæmda­stjóra Icelanda­ir, minja­grip gerðan úr vél­ar­hlut­um í til­efni tíma­mót­anna. Farþegar Icelanda­ir milli Bret­lands og Íslands muni í vikunni fá glaðning frá Rolls-Royce.
 
Icelanda­ir hefur sér­stöðu meðal viðskipta­vina Rolls-Royce vegna langr­ar sam­starfs­sögu, en einnig vegna viðhalds­ár­ang­urs og nýt­ing­ar­meta sem fé­lagið hef­ur sett í notk­un RB211 hreyf­ils­ins, m.a. heims­met sem náðist árið 2000 þegar hreyf­ill hafði verið á sama vængn­um sam­fellt í 40.531 flug­stund­ir en það jafngildir 37 ferðum til tungls­ins og til baka.
 
Sex­tíu ára sam­starfs­saga fyr­ir­tækj­anna bygg­ir á eft­ir­far­andi flug­véla- og hreyfla­teg­und­um, en fyrsta flug­vél­in af Vickers Viscount gerð kom til lands­ins 2. maí 1957:
 
Vickers Viscount 1957-1967 – Dart hreyfl­ar
 
Can­ada­ir CL-44 1964-1973 – Tyne hreyfl­ar
 
Fokk­er F27 1965-1993 – Dart hreyfl­ar
 
Boeing 757 1990+ - RB211-535E4 hreyfl­ar
 
Icelanda­ir er í dag með 28 Boeing 757 þotur í farþega­flug­flota sín­um um þess­ar mund­ir sem all­ar eru með Rolls-Royce hreyfla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024