Rjómaterta í tilefni dagsins
Með Víkurfréttum í gær fylgdi myndarlegt afmælisblað Skipaafgreiðslu Suðurnesja sem gefið er út í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins. Starfsmenn Víkurfrétta hafa unnið að blaðinu í góðu samstarfi við starfsmenn Skipaafgreiðslunnar. Það var því ástæða til að fagna útkomu afmælisblaðsins í gær og af því tilefni mættu fulltrúar Víkurfrétta með myndarlega rjómatertu í höfuðstöðvar SAS á Suðurnesjum.Tertan var bökuð og skreytt af Eyjólfi bakara í Nýja bakaríinu og fór vel í maga. Það var Jónas Franz Sigurjónsson, markaðsstjóri Víkurfrétta, sem færði þeim Jóni Norðfjörð og Guðmundi R. J. Guðmundssyni hjá SAS tertuna góðu. Til hamingju með árin 40 og takk fyrir gott samstarf!
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson