Viðskipti

Ríkharður ráðinn sem formaður SAR
Ríkharður er fyrrverandi formaður stjórnar Kölku.
Föstudagur 26. september 2014 kl. 09:31

Ríkharður ráðinn sem formaður SAR

Ríkharður Ibsen hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnurekanda á Reykjanesi í hlutastarfi á viðkvæmum tímum í uppbygginu atvinnulífsins á svæðinu. Ríkharður er einn af stofnendum SAR og var fyrsti formaður samtakanna. Ríkharður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Bláa Demantsins um langt skeið og hefur setið í ýmsum stjórnum og ráðum. Hann er framkvæmdastjóri Arctic Reykjanes, fyrrverandi formaður stjórnar Kölku og hafði forgöngu um endurskipulagningarferli hennar, hann er stjórnarmaður í Íslandsstofu og hefur unnið mikið í markaðsmálum fyrir orkugeirann heima og erlendis. Innan SAR eru nú vel á annað hundrað fyrirtæki og mörg brýn úrlausnarmál í atvinnulífinu aðkallandi.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024