Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 12. febrúar 2002 kl. 14:42

Rífandi gangur í nýju ferðaskrifstofunni í Grófinni

Ferðaskrifstofa með umboð fyrir Plús-ferðir og Úrval-Útsýn hefur verið starfandi í rúman mánuð í húsnæði SBK í Grófinni, viðtökur bæjarbúa hafa verið mjög góðar og nóg að gera hjá stafsstúlkum ferðaskrifstofunnar.Um síðustu helgi var opið hús þar sem sumarbæklingarnir voru kynntir og mætti fjöldi manns til að kynna sér hvað boðið er uppá í sumarleyfisferðum.
Einar Steinþórsson , framkvæmdastjóri SBK, segir að ferðaskrifstofan hafi farið mjög vel af stað þó janúar hafi verið frekar rólegur. „Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur frá áramótum og toppaði núna um síðustu helgi þegar það var bókstaflega fullt út úr dyrum. Það var talsvert bókað í ferðir en flestir voru að ná sér í bæklinga og forvitnast. Fólk er mest að fara á þessa hefðbundnu staði, Spán og Portúgal en það eru líka nýjungar og Krít og Tyrkland eru að koma sterkt inn“, sagði Einar. SBK hefur líka verið að markaðssetja Reykjanesið fyrir Íslendinga og fengið marga hópa hingað í framhaldi af því. „Við sáum kostinn í þessu að sameina ferðskrifstofuna okkar rekstri, gátum samnýtt aðstöðuna og mannskap. þetta er líka góð viðbót við það sem við höfum verið að gera. Við höfum gefið út „Dekur og djamm bæklinga“ og útbúið ferðir fyrir fyrirtæki , hópa og einstaklinga og við erum einmitt að senda bæklinginn út núna í þessari viku. Ferðaskrofstofan styrkir þennan hluta rekstursins. Við erum að fá ráðstefnu hingað suðureftir eftir nokkra daga, svo markaðssetningin fyrir Suðurnesin er að byrja að skila sér. Við sendum líka bæklinga í alla skólana og fengum hópa sem fóru i Bláa lónið, Fræðasetrið í Sandgerði, Fiskasafnið í höfnum og svo mætti lengi telja. Við erum ekki með neinn mikinn metnað í að stækka okkur enn frekar, við hugsum bara um að þjónusta þetta svæði hérna eins vel og við getum. Eins og sarfsemin hefur verið fyrsta mánuðinn þá erum við mjög ánægð. fólk þarf ekki að fara til Reykjavíkur til að kaupa ferðir, við erum með sömu þjónustu og verð og eru þar. Við erum bjartsýn á framtíðina þrátt fyrir að rekstur ferðaþjónustu sé erfiður í dag og verði það eitthvað áfram. Við tökum drjúgan þátt í því að auglýsa Suðurnmesin sem ferðamannasvæði og ætlum að gera það áfram enda hefur sú vinna skilað sér mjög vel,“ sagði Einar að lokum.
Kolbrún Garðarsdóttir, afgreiðslustjóri ferðaskrifstofunnar segir að opna húsið um síðustu helgi hafi lukkast framar öllum vonum. „Ég myndi segja að allir áfangastaðir hafi jafnmkið vægi og það er svolítið um það að fólk sé að fara á sinn sólarstað, vill ekki prófa neitt nýtt heldur fer á stað sem það þekkir og likaði vel áður. Krít er reyndar alltaf að koma sterkar og sterkar inn og fólk kannski líka orðið spenntara að fara þangað. Við erum búin að auka við Stórar gistingar á Mallorca og Krít og bjóðum allt að því 14% verlækkun fyrir stórfjölskylduna yfir heildina frá því í fyrra. Fólk hefur úr meiru að moða núna og þá er ég að tala um stærri fjölskyldur en þær sem eru með fjóra fjölskyldumeðlimi. Því það hefur alltf verið vandamál, en núna er gott úrval af stærri íbúðum, bæði hjá Plús-ferðum og Úrval-Útsýn. en þetta eru líka gistingarnar sem fara fyrst. Ég vil benda á að Tyrkland er ennþá inni hjá okkur, þó við höfum hætt við áætlunarflugið í fyrra, þá vorum við með vor- og haustferðir sem voru gífurlega vinsælar og við ætlum að vera með þær aftur í ár. Fólk var spennt og ánægt með þessar ferðir í fyrra, það er ágætt að vera ekki með sumarferðir þangað því það verður svo heitt í Tyrklandi á sumrin. Svo vil ég skila þakklæti til fólks í Reykjanesbæ fyrir að taka okkur svona vel,“ sagði Kolbrún Garðarsdóttir að lokum með sólskinsbros á vör.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024