Reykjanesbær tekur SAMskjáinn í notkun
Í liðlega tvö ár hefur hugbúnaðarhúsið cTarget á Íslandi ehf. unnið í samvinnu við Reykjanesbæ og Samband íslenskra sveitarfélaga að þróun hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélög. Afraksturinn af þessari samvinnu nefnist SAMskjár. Lausnin hefur SAMþættan tilgang sem felur í sér margþættar nýjungar sem ekki eru í boði annars staðar.
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir þessa íslensku hugbúnaðarlausn fyrir stjórnendur í opinberum rekstri ákaflega spennandi. "Allar góðar hugmyndir sem hafa það markmið að auka skilvirkni við stjórnun sveitarfélaga eru vel þegnar," segir Árni. "Upplýsingatæknin hefur alla burði til þess að auka hagræði og spara tíma í opinberri stjórnsýslu og mér sýnist SAMskjárinn vera kærkominn búnaður með þessa kosti. Af þeim ástæðum höfum við í Reykjanesbæ stutt þessa þróunarvinnu og fögnum því tækifæri að vera fyrsta sveitarfélagið sem fær þetta öfluga verkfæri í hendur," segir hann.
Einkahlutafélagið SAM ehf. sér um áframhaldandi þróun hugbúnaðarlausnanna og sinnir markaðssetningu en félagið var stofnað að þróunarvinnunni lokinni.
Sjá: www.samehf.is
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir þessa íslensku hugbúnaðarlausn fyrir stjórnendur í opinberum rekstri ákaflega spennandi. "Allar góðar hugmyndir sem hafa það markmið að auka skilvirkni við stjórnun sveitarfélaga eru vel þegnar," segir Árni. "Upplýsingatæknin hefur alla burði til þess að auka hagræði og spara tíma í opinberri stjórnsýslu og mér sýnist SAMskjárinn vera kærkominn búnaður með þessa kosti. Af þeim ástæðum höfum við í Reykjanesbæ stutt þessa þróunarvinnu og fögnum því tækifæri að vera fyrsta sveitarfélagið sem fær þetta öfluga verkfæri í hendur," segir hann.
Einkahlutafélagið SAM ehf. sér um áframhaldandi þróun hugbúnaðarlausnanna og sinnir markaðssetningu en félagið var stofnað að þróunarvinnunni lokinni.
Sjá: www.samehf.is