RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Viðskipti

Reykjanesbær í viðræðum vegna 800 milljóna króna fjármagnstekjuskatts
Fimmtudagur 4. nóvember 2010 kl. 14:38

Reykjanesbær í viðræðum vegna 800 milljóna króna fjármagnstekjuskatts

Reykjanesbær á í viðræðum við fjármálaráðuneytið vegna ógreidds fjármagnstekjuskatts vegna sölu á HS Orku. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að viðræður standi nú yfir og snúist um hvernig hægt sé að fresta greiðslum af fjármagnstekjunum.

Upphæðin nemur um 800 milljónum króna.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Síðastliðinn þriðjudag barst tilkynning til Kauphallarinnar frá Reykjanesbæ þar sem sagði að bærinn eigi enn í viðræðum við kröfuhafa, svo sem DePfa og fjármálaráðuneytið, vegna dráttar á greiðslum. Bæjarfélagið hefur átt í fjárhagserfiðleikum en í september var skuldabréfaflokkur útgefinn af bænum settur á athugunarlista.


Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025