Reykjanesbær hættir flugrekstri
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var í gær var samþykkt kauptilboð frá Flugfélaginu Atlanta hf. í hlutabréf Reykjanesbæjar í Suðurflugi ehf. Kauptilboð Atlanta hf. miðaðis við gengið 1,5.Suðurflug er tæplega þrítugt félag sem stundar m.a. flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Suðurflug er meðal annars með þjónustu við ferjuflug varðandi eldsneytisafgreiðslu og aðra þjónustu fyrir flugvélar og áhafnir. Atlanta hefur hreiðrað um sig í byggingu Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli.